Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Loksins kom skjaldborgin !!
1.9.2009 | 08:36
Jæja þá kom þetta loksins, skjaldborgin, nú getur maður farið að snara máv og skarf í soðið.
Þetta kallar maður alvöruaðgerðir fyrir heimilin !!!
Skotveiðitímabil á fuglum er hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útflutningur íslensk vinnuafls
23.10.2008 | 08:51
Það er ekki furða þó að trésmiðir og aðrir sem starfa ma. í byggingariðnaði fari til annarra landa til vinnu.
Hér eru td. stórverk sem hefði skapa nokkra tugi starfa um nokkurt skeið (1-2ár)
http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/thjonustu_og_rekstrarsvid/innkaup_rekstur/nidurstodur/2008/12136_Ni_ursta_a_Innkaupar__s.pdf
Einnig semur Reykjavíkuborg við sama verktaka um uppsteypu og fullnaðarfrágang á Norðlingaholtsskóla ( aftur nokkrir tugir eða hundruði manna í 1-2 ár).
Efni og allt vinnuafl flutt beint frá Litháen, engir skattar eða gjöld verða eftir hér.
Svo hrósa menn sér yfir þessum hagstæðu tilboðum á meðan íslenskir byggingamenn eru í unnvörpum að fara á atvinnuleysisskrár, líklega greitt úr sama vasa og er að spara.
Íslenskir trésmiðir leita að vinnu í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru menn ekki búnir að fá nóg ??
13.10.2008 | 10:38
Ég þarf að nudda augun. Nú á að koma MP (sjálfstæðismanni) á garðann,kraflandi á rústum gulleggjanna.
Eru ekki allir aurar þjóðarinnar gufaðir upp nú þegar af völdum þessarra manna. ERu þið ekki búinr að fá NÓG!!!!!!!!!
Fariði bara að vinna eins og aðrir, þar hefur komið svo berlega í ljós að peningar verða ekki til úr þunnu lofti.
MP fær viðskiptabankaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt á sama veg
12.4.2008 | 11:18
Þetta er auðvitað allt sama planið, stela frá skrílnum fyrir hina ríkari.
Þarf ekki að fetta fingur útí það eða vera eitthvað að rugga kerfi sem hefur margsannað gildi sitt og hefur verið við lýði um aldir.
Hinsvega þolir elítan illa svona Robin Hood týpur sem taka upp á því að stela frá þeim ríku til að dreifa á meðal fátækra, það er alveg fatalt dæmi.
Færri rannsaka hvítflibbana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dáleiddir fréttamenn
26.3.2008 | 13:24
Þeir hljóta að vera búnir að fara í dáleiðslu hjá bláu höndinni, þeir Styrmir og félagar
Nú hafa álögur á skrílinn hækkað um tugi ef ekki hundruði prósenta og nú verður að setja allt á fullt til að telja skrílnum að hvergi sé betra að vera.
Ætli næsta frétt verði ekki umað minnsta skattbyrði á byggðu bóli sé á Íslandi.
Svo eru hér niðurstöður úr sérstakri könnun sem ég gerði á mynstri hjólbarða í nokkrum löndum :
1. Ísland = nokkuð gróft munstur, eiginlega hvorki til aksturs á malbiki né í drullu.
2. Galagapos eyjur = sandskorið, eiginlega hálfgert rusl
3. Rockall eyjan = Bæði dekkin þarna eru ónýt, bara enginn við til að henda þeim
4. Restin er drasl
Niðurstöður : Íslensk dekk eru best í heimi.
Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða varla í vandræðum með ástæður
12.3.2008 | 15:42
Bush og klíkan verða varla í vandræðum með að finna upp ástæður til þess að fara inní Íran.
Spurning um hanna atburðarrás, eitthvað stórt svipað og WTC og segja svo blessuðum könunum að Íran hafi sprengt þetta.
Eða einfaldlega að segja við pöpullinn að Íran ætli í kjarnorkustríð við USA og þeir verði að sprengja fyrst, "shock and awe"
Segir Bandaríkin ekki í stríðshugleiðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hryggð
5.6.2007 | 22:01
Já stríðsbrölt mannkynsins hefur svo sannarlega verið ömurlegt og haft skelfilegar afleiðingar.
Yfirleitt eru það börn og verra settir sem fara verst. Alveg makalaust hvað mannskepnan er komin stutt á veg í þroska á sjálfi sér miðað við stríðsbrölt sem ennþá fylgir henni.
Allt það fé sem eytt er í vopn hernað og limlestingar á fólki, dygði án efa í að útrýma hungri og sjúkdómum víða en nei, það þarf alltaf að poppa upp einhverjir vitleysingar sem verða að vera í stríði..
BNA er þriðja ríkið um þessar mundir. Ef maður litur yfir "afrek" Bush síðan hann komst til valda er ekki hægt að slá honum gullhamra. BNA með allt niðrum sig eftir fáránlegt stríðsbrölt í Írak sem farið var í vegna auðlinda og nú hyllir undir nýtt kjarnorkukapphlaup á milli austurs og vesturs. Og ég sit hérna í miðjunni...
Nei mannkynssagan er hryggðarsaga svo ekki sé meira sagt.....
Ég er að breytast í dýr sem langar að deyja" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Súkkulaði er allra meina bót
5.6.2007 | 09:57
Loksins er þetta á hreinu.... súkkulaði er það besta sem mannkynið hefur búið til :)
Konan mín er enginn sérstakur súkkulaðigrís en það er nú vegna þess hvað ég er .. . .......
Best eð hætta áður en ég kem mér í vandræði
Breskar konur kjósa súkkulaði fram yfir kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fífl eða Fífl
29.5.2007 | 12:00
Spáð í áhrif fangelsisvistar á ímynd Parisar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veruleikinn í hnotskurn
28.5.2007 | 11:31
Paul Wolfowitz lýsir því hvernig fjölmiðlar hröktu hann úr starfi og kennir öðrum um sín mistök. Það er ekki hægt að lýsa betur hve þetta fólk sem gegnir svona valdastöðum er gersamlega veruleikafirrt. Þetta minnir óneitanlega á söguna um fröken Marie Antoinette sem sagði gersveltum almúganum í frakklandi að éta kökur þegar ekki var til brauð ofaní lýðinn.
Maður spyr sjálfan sig, hvernig er svona lið hæft til að taka ákvarðanir sem snerta hagi almennings ? Þessi maður er aðalarkitekt íraksstríðsins og spilar sig sem einvern blóraböggul við að missa eitthvað silkihúfustarf á meðan hugverk hans hefur kostað hundruði þúsunda óbreyttra borgara lífið.
Mín skoðun er sú að maðurinn ætti að vera á sama stað og Saddam Hussein enda ekkert betri persóna.
Hvernig getur fólk sætt sig við að svona menn eru verðlaunaðir með þægilegum silkihúfustörfum ?
Það er veruleikinn í hnotskurn
Wolfowitz sakar fjölmiðla um að hafa neytt sig til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |