Kosningaskjálftinn að byrja
26.1.2007 | 21:35
Nú þegar fólk er í óða önn að rembast við að pota sér sæti ofar á framboðslista á flokksþingunum er ekki laust við að maður brosi útí annað svona stundum yfir aðferðunum. Meira að segja "stofnanir" eins og Hjálmar Árnason eru felldir út úr pólitík af minna þekktu fólki, einhverjum nobodies. Það er svo sem gott og í lagi að endurnýja enda óhollt fyrir menn að staldra við sama starf í meira en svona ca 15 ár að mínu mati. Eiginlega logar allt í öllum flokkum virðist vera þessa dagana.....
Hvernig á maður svo að trúa því þegar að liðið mætir á þing að allir verði svo vinir ???
Jú Dang eftirlaunafrumvarpið...... sameinaði allar stefnur og óvini í íslenskri pólitík, meir að segja Steingrímur var ófinnanlegur í viku á eftir að þetta var samþykkt.
Annars er þessi aðferð sem við íslendingar notum við að velja á þing MEINGÖLLUÐ..
Málið er að það skiftir engu hvað er kosið, akkúrat engu máli. Ef maður fer lauslega í gegnum stefnuskrá flokkanna mætti halda að sami maður hefði skrifað þær allar. Stefnuskrárnar líta út eins og þær hafi verið vistar ( save as - stefunskrá xB......... save as stefnuskrá xF....... save as.. osfr) allar eins.
Svo er það þessi póker eftir kosningar!!!!!!!
Ef að td flokkur fær algeran sleggjudóm á vinnubrögð sín og er nánast hrakin af vettvangi, getur sami flokkur endað sem fiftí-fiftí í ríkisstjórn. Þetta nær engri átt og þarf að breyta þannig að flokkur sem vex afgerandi mest er sjálfkrafa inni... ekki þennan póker of yfirboð eftirá..
Annars..... hvernig væri bara að flytja inn þokkalega menntað Pólverja ca 10 stk.. til að reka batteríð, þeir þurfa kannski 3-4 tölvur og Excel. Það myndi spara ríkinu töluvert en það er ekki það sem pólitíkin snýst um, er það ?
Eða er þetta það spurningin hverjir verði fyrir sparnaðnum...... hmmm eins og að skipa einhverja pappasendiherra í 1 dag!!!!! til að hægt sé að borga tugi milljóna inná reikningana þeirra ! Ég sé ekki mikinn sparnað í því.
Well.. þetta var svona smá þankagangur hjá mér
Emmjay
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.