Það er eitthvað bogið við þetta....

Veðrið

Fjölskyldan situr ú húsinu sínu í Lystrup og snjór uppað gluggum !!!!! Á meðan  er ég staddur á íslandi í tropical veðri ekki föl að sjá né kalt úti. Það hlýtur eitthvað að hafa snúistá jarðarkringlunni, ofaná henni eða inní. Ef þetta eru áhrif af mannavöldum skellur það á svo hratt að reikna má með ísöld í skandinavíu innan 10 ára !!! 

 Hlutabréf

 Nú hefur maður verið að leika sér með smáupphæðir í hlutabréfaviðskiptum og alveg makalaust hvað maður er vitlaus í þessum efnum. Ef að ég kaupi é einhverju hrynur gengið á einni nóttu eiginlega alltaf daginn eftir. Svo bíður maður þolinmóður eftir því að getað losað sig við þetta með sem minnstu tapi. Daginn efir að ég sel hækkar svo allt um 30%.....??   Ekki einusinni heldur hefur þetta akkúrat skeð nákvæmlega eins í 3 skipti.  Spurning hvort að þessi spádómsviska sé ekki einhvers virði Grin

Framsóknarflokkurinn 

Jæja þá eru framsóknarmenn farnir að sjást á skjánum í tilefni kosninganna í vor. Sá ekki betur en Guðni ráðherra væri að þjóna til borðs í Spaugstofunni um daginn. Líklega er nokkur titringur í herbúðum framsóknarmanna vegna léglegra skoðanakannanna en boy oh boy ekki láta Jón fara að syngja Hamraborgina eða hvað það var sem að Dóri söng þarna um árið hjá Gísla Marteini. Sú performans ein og sér var næg til að hrinda af stað útrýmingu Framsóknarflokksins.  Annars hvernig geta þeir verið 50/50 í stjórn og 50/50 við kjötkatlana með 3-7% fylgi ???

Það er eitthvað verulega bogið við þetta........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband