Veruleikinn í hnotskurn
28.5.2007 | 11:31
Paul Wolfowitz lýsir því hvernig fjölmiðlar hröktu hann úr starfi og kennir öðrum um sín mistök. Það er ekki hægt að lýsa betur hve þetta fólk sem gegnir svona valdastöðum er gersamlega veruleikafirrt. Þetta minnir óneitanlega á söguna um fröken Marie Antoinette sem sagði gersveltum almúganum í frakklandi að éta kökur þegar ekki var til brauð ofaní lýðinn.
Maður spyr sjálfan sig, hvernig er svona lið hæft til að taka ákvarðanir sem snerta hagi almennings ? Þessi maður er aðalarkitekt íraksstríðsins og spilar sig sem einvern blóraböggul við að missa eitthvað silkihúfustarf á meðan hugverk hans hefur kostað hundruði þúsunda óbreyttra borgara lífið.
Mín skoðun er sú að maðurinn ætti að vera á sama stað og Saddam Hussein enda ekkert betri persóna.
Hvernig getur fólk sætt sig við að svona menn eru verðlaunaðir með þægilegum silkihúfustörfum ?
Það er veruleikinn í hnotskurn
Wolfowitz sakar fjölmiðla um að hafa neytt sig til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.