Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Dáleiddir fréttamenn

Þeir hljóta að vera búnir að fara í dáleiðslu hjá bláu höndinni, þeir Styrmir og félagar

Nú hafa álögur á skrílinn hækkað um tugi ef ekki hundruði prósenta og nú verður að setja allt á fullt til að telja skrílnum að hvergi sé betra að vera.

 Ætli næsta frétt verði ekki umað  minnsta skattbyrði á byggðu bóli sé á Íslandi.

Svo eru hér niðurstöður úr sérstakri könnun sem ég gerði á mynstri hjólbarða í nokkrum löndum :

1. Ísland = nokkuð gróft munstur, eiginlega hvorki til aksturs á malbiki né í drullu.

2. Galagapos eyjur = sandskorið, eiginlega hálfgert rusl

3. Rockall eyjan = Bæði dekkin þarna eru ónýt, bara enginn við til að henda þeim  

4. Restin er drasl

Niðurstöður : Íslensk dekk eru best í heimi. 

 


mbl.is Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða varla í vandræðum með ástæður

Bush og klíkan verða varla í vandræðum með að finna upp ástæður til þess að fara inní Íran.

Spurning um hanna atburðarrás,  eitthvað stórt svipað og WTC og segja svo blessuðum könunum að Íran hafi sprengt þetta.

Eða einfaldlega að segja við pöpullinn að Íran ætli í kjarnorkustríð við USA og þeir verði að sprengja fyrst, "shock and awe"


mbl.is Segir Bandaríkin ekki í stríðshugleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband