Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Það er eitthvað bogið við þetta....

Veðrið

Fjölskyldan situr ú húsinu sínu í Lystrup og snjór uppað gluggum !!!!! Á meðan  er ég staddur á íslandi í tropical veðri ekki föl að sjá né kalt úti. Það hlýtur eitthvað að hafa snúistá jarðarkringlunni, ofaná henni eða inní. Ef þetta eru áhrif af mannavöldum skellur það á svo hratt að reikna má með ísöld í skandinavíu innan 10 ára !!! 

 Hlutabréf

 Nú hefur maður verið að leika sér með smáupphæðir í hlutabréfaviðskiptum og alveg makalaust hvað maður er vitlaus í þessum efnum. Ef að ég kaupi é einhverju hrynur gengið á einni nóttu eiginlega alltaf daginn eftir. Svo bíður maður þolinmóður eftir því að getað losað sig við þetta með sem minnstu tapi. Daginn efir að ég sel hækkar svo allt um 30%.....??   Ekki einusinni heldur hefur þetta akkúrat skeð nákvæmlega eins í 3 skipti.  Spurning hvort að þessi spádómsviska sé ekki einhvers virði Grin

Framsóknarflokkurinn 

Jæja þá eru framsóknarmenn farnir að sjást á skjánum í tilefni kosninganna í vor. Sá ekki betur en Guðni ráðherra væri að þjóna til borðs í Spaugstofunni um daginn. Líklega er nokkur titringur í herbúðum framsóknarmanna vegna léglegra skoðanakannanna en boy oh boy ekki láta Jón fara að syngja Hamraborgina eða hvað það var sem að Dóri söng þarna um árið hjá Gísla Marteini. Sú performans ein og sér var næg til að hrinda af stað útrýmingu Framsóknarflokksins.  Annars hvernig geta þeir verið 50/50 í stjórn og 50/50 við kjötkatlana með 3-7% fylgi ???

Það er eitthvað verulega bogið við þetta........ 


Að sækja sér fé.......

Nokkrar dæmisögur um fjárdrátt þann sem á sér stað í bankakerfinu hér umþessar mundir..... sögur þar  sem venjulegt fólk, ættingjar, kunningjar  og jafnvel undirritaður hafa upplifað af eigin raun...

Sagan um skothelda verðbréfasjóðinn.....

Maður nokkur fékk símtal frá stúlku nokkurri frá einum af íslensku bönkunum. Samtalið snerist um sjóð sem umræddur banki hafði á sínum snærum og kvað stúlkan þetta algerlega besta sjóðinn og þann sem bankinn mælti eindregið með sem LANGTÍMA fjárfestingu. Yfir símalínuna var útskýrt vaxtakjör uppá tugi prósenta og algert öryggi enda LANGTÍMA fjárfesting sem um ræddi. Nú maðurinn sló til enda varla hægt að segja nei við þvíliku tækifæri sem bankinn sjálfur sagði að væri alveg skotheldur. Maðurinn lagði fram 1 milljón króna og hugsaði sér borgið. Nú líða uþb. 8 mánuðir og aftur fær maðurinn símtal frá bankanum. Nú segir stúlkan að sjóðurinn sé að hætta og hann hafi val um tvennt: taka  út þenna 200þ sem eftir voru eða að velja annan sjóð!!  Bíddu sagði maðurinn þetta átti að vera langtímafjárfesting ????  Já en við erum samt að hætta með þetta sagði stúlkan í allt öðrum tón en þegar að talað var um þetta í fyrsta skiptið. Nú karlgarmurinn gat eiginlega ekkert gert nema að hirða þessar 200þ sem eftir stóðu og restin, 800þ gufaði upp í bankanum.............

Sagan af frábæra viðbótarsparnaðnum.......

Sami maður fékk seinna símtal frá sama banka varðandi viðbótarlífeyrissparnað. Þar sem lítið var eftir af langtímafjárfestingunni hugsaði karlinn með sér að þetta væri góður kostur enda annarhver maður með þennan sparnað, þannig að ekkert gat klikkað í þessum efnum. Jú ég slæ til sagði maðurinn við stúlkuna...... mánður líða og alltaf er dregið af launum mannsins í þennan viðbótarsparnað.  Svo líður ár og fyrsta yfirlitið kemur inn um lúguna. Skyndilega renna tvær eða fjórar grímur á karlinn hann uppgötvar að iðgjaldið fyrstu 6 mánuði af  hverju ári rennur óskipt í bankann !!!! Með öðrum orðum bankinn tekur helming af öllum iðgjöldum fyrir þónustuna ( að geyma hans eigin peninga) Þægilegt .......

Sagan af fasteignakaupum..... 

Annar maður keypti sér fasteign, greiddi útborgun og gerði samning við banka um svokallaða kaupleigu. Það gengur út á það að bankinn fjármagnar lánið og kaupandin greiðir leigu (afborganir) og eignast fasteignina eftir niðurgreiðsluna. Maðurinn óskaði eftir ráðleggingu frá lánafyrirtækinu hvað væri besta leiðin jú það er þessi leið A, sagði stúlkan. Ná eftir örlitla hugsun og ráðleggingu frá kunningja úti bæ  breytir maðurinn aðeins skilyrðum lánsins, sem sparaði þessum manni 6.5 mill meira en ráðlegging bankans sagði til um.  Nú samningar takast og gerir þessu umræddi maður sér ferð niðurí bæ til að skrifa undir plaggið. Eftir að hafa tekið í hönd stúlkunar réttir hún fram plaggið til undirskriftar. Maðurinn les plaggið og sér að allar tölur stemma en af rælni rekur augun í titil samningsins. Þarna hafði verið skrifað "fjármögnunarleiga"    í stað þess sem samið hafði verið um þe. "kaupleigu" Maðurinn bendir stúlkunni á þetta og eftir smá vandræðagang og útskýringar á nýju starfsfólki hleypur hún fram til að fá vélritaðan réttan samning.  Munurinn á þessum tveim plöggur er sá að bankin á eignina eftir uppgjör en í hinu á greiðanidinn eignina, sem hann hefur greitt af........ spurningin er hve margir reka augun í hausinn áður en þeir skrifa undir........

 

Allur gróðinn kemur frá útlöndum syndromið........ 

Þetta er orðinn nokkuð algengur frasi og kona nokkur velti fyrir sér hve háir vextir í útlöndum væru eignlega fyrst að allur peningur kemur þaðan.  Hún fór aðeins að slá saman láninu af húsinu sínu 25millj. Eftir nokkra útreikninga stóð 110millj á reiknivélinn þe endurgreiðsla á þessum 25 verða 110m. Konan greiðir því húsið  fjórum komma fimm sinnum.  Nú af einskærri forvitni slær konan inn sama lán hjá sama banka í öðru landi, landi sem gróðinn kemur frá. Eftir þessa útreikninga borgaði hún í heild 33 mill fyrir það að fá 25mill að láni þarna. Rann upp fyrir þessarri konu að við það eitt að fá lánið hja sama banka á erlendri grund gat hún keypt sér 4 hús í stað eins hér á fróni.  En engan vegin gat hún fundið út  alveg sama hvað hún reiknaði hvernig bankinn gat grætt meira á því að að taka 8 mill í þóknun af erlenda láninu en 85mill af því íslenska..........


Þá er að ná sér í miða!!!

Ian og Steve  Jæja þá koma kallarnir aftur :)  Og nú er Uria Heep með, !! 

 Well maður getur ekki verið þekktur fyrir anna að mæta þó ekki sé nema fyrir að styrkja gamalmennin Grin

Ég ætla reynder EKKI að vera fyrir framan sviðið eins og síðast, það eru takmörk fyrir hve mikið toppurinn þolir, nú orðið.....

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1251197

****** 99.75 kg ******

Eftir 6 mánaða púl og puð annaðhvert kveld og þvílíkar sjálfspíningar við að sniðganga allt sem gott er hef ég Emmjay náð því ótrulega takmarki að komast í TVEGGJA STAFA TÖLU í fyrsta skiptið í hmmhmmm 15-20 ár eða svo.    W00t 

Til hamingju ég... ceep on

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband