Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hvernig gat þetta gerst !!!!!!!!

Ég er enn að jafna mig eftir leikinn gegn Dönum.......... ANDSK*****   hvernig gat þetta gerst.

Af hverju brutu þeir ekki mannin í gólfið (winners do what it takes) í staðinn fyriir að leifa honum að skjóta ????????

Ég skil að menn séu svekktir eftir þvílíkan stjörnuleik við Frakka að koma svona með hangandi hendi í þennann.  

Alltaf sama sagan Svía-Dana norsara GRÝLAN  er alveg sprelllifandi .

 

Ég ætla að selja hjallinn í DK og hypja mig burt !!!!! 


Kosningaskjálftinn að byrja

Nú þegar fólk er í óða önn að rembast við að pota sér sæti ofar á framboðslista á flokksþingunum er ekki laust við að maður brosi útí annað svona stundum yfir aðferðunum. Meira að segja "stofnanir" eins og Hjálmar Árnason eru felldir út úr pólitík af minna þekktu fólki, einhverjum nobodies. Það er svo sem gott og í lagi að endurnýja enda óhollt fyrir menn að staldra við sama starf í meira en svona ca 15 ár að mínu mati.   Eiginlega logar allt í öllum flokkum virðist vera þessa dagana.....

Hvernig á maður svo að trúa því þegar að liðið mætir á þing að allir verði svo vinir ???

Jú Dang  eftirlaunafrumvarpið...... sameinaði allar stefnur og óvini í íslenskri pólitík, meir að segja Steingrímur var ófinnanlegur í viku á eftir að þetta var samþykkt. 

 Annars er þessi aðferð sem við íslendingar notum við að velja á þing MEINGÖLLUÐ..

Málið er að það skiftir engu hvað er kosið, akkúrat engu máli.  Ef maður fer lauslega í gegnum stefnuskrá flokkanna mætti halda að sami maður hefði skrifað þær allar. Stefnuskrárnar líta út eins og þær hafi verið vistar ( save as - stefunskrá xB......... save as stefnuskrá xF....... save as.. osfr) allar eins.

Svo er það þessi póker eftir kosningar!!!!!!!

Ef að td flokkur fær algeran sleggjudóm á vinnubrögð sín og er nánast hrakin af vettvangi, getur sami flokkur endað sem fiftí-fiftí í ríkisstjórn. Þetta nær engri átt og þarf að breyta þannig að flokkur sem vex afgerandi mest er sjálfkrafa inni... ekki þennan póker of yfirboð eftirá..

Annars..... hvernig væri bara að flytja inn þokkalega menntað Pólverja ca 10 stk.. til að reka batteríð, þeir þurfa kannski 3-4 tölvur og Excel.   Það myndi spara ríkinu töluvert en það er ekki það sem pólitíkin snýst um, er það ?

 Eða er þetta það spurningin hverjir verði fyrir sparnaðnum...... hmmm eins og að skipa einhverja pappasendiherra í 1 dag!!!!! til að hægt sé að borga tugi milljóna inná reikningana þeirra !  Ég sé ekki mikinn sparnað í því. 

 

Well.. þetta var svona smá þankagangur hjá mér

 Emmjay


Stttreeeesssssssss !!!!!

Ég þessi rólegi maður yfirleitt, gæti þjáðst af stressi...........

Ég veit nú ekki hvað það er en rétt er sem á er bent að íslenska þjóðin er klikk.

Dæmi:

Maður fær jólagjafirnar í DK senda heim svon í febrúar/mars ef að dótið sem maður pantaði á lager hjá viðkomandi fyrirtæki , allt ligeglad og ekkert stress.... jú ég missti af því að geta kíkt á halastjörnuna  sem fór hér yfir í byrjun janúar en heh! það koma fleiri.... ekkert mál. Ef ég hefði sérpantað eitthvað erum við að tala um 3-4 mánuði, ef það verður ekki mjög gott veður Wink

Hér er pantað eitthvað sérsmíðað td og tilkynnt við pöntun að sá sem pantað er hjá sé hér með orðinn ábyrgur fyrir því að fermingin eða afmælið verði á réttum tíma, nú vinsælt er að vera með barn á leiðinni af fæðingardeildinni eða gamla ömmu sem gæti dáið sé málið ekki klárt fyrir helgina, allt á ábyrgð ....... nú flestir koma á fimmtudögum og verða hálf hissa að heyra að séu fleiri á undan... Svo byrjar nóvellinn um þetta sem ég nefndi hér að ofan....

  Er það furða að mar sé hálf vankaður hér og þurfi að leita til læknis til að athugahvort pumpan og þrýstingurinn sé ok.....Sideways.

Annars er ég farinn að æfa mig í að éta hákarl fyrir þorrablótið sem verðu 17 feb í Árhús... strákarnir horfa hver á annan og gretta sig en láta sig hafa það að stinga einum bita til að prófa  hahhaha

 Emmjay


Tónleikarnir gefnir út á DVD

Nú er  L O K S I N S búið að klára DVD diskinn með tónleikunum frá afmælinu mínu. 

Æfingabúðir Óma

Þetta var töluvert mál þar sem bræðu þurfti saman 2-3 hljóðrásir úr tökuvélunum í tölvu og gekk engin þeirra á sama hraða   einhverra hluta vegna. Svo var myndin blönduð og sett yfir, allt gert í Adobe premier. Mikil spenna og eftirvænting hefur verði venga þess, séstaklega hjá gestum þar sem einhverjir þeirra muna ekki alveg hvernig þetta endaði allt saman Devil  

Annars erum við, þeir sem spiluðu og sungu eiginlega meira spenntir þar sem þetta var frumraun okkar flestra að spila fyrir gesti.  Td. var alveg strickt að ekki mátti drekka einn einasta bjór fyrir spileríið, en ég var nú allavega kominn á þann fjórða þegar við byrjuðum..,,

Kannski verður þetta jólagjöfin 2007  Grin

 

KV

Maggi 


Ískalt á fróni

Frostið hér nístir mann alveg inní merg og bein þessa daganna svo mikið að maður er eiginlega fegin þegar  maður kemur heim til ömmu Gunnu í 30 stiga hita á kvöldin :)

Það er - 5 til -10 alla daga og svolítill snjór. 

 Svo er þetta fyrsta bloggið mitt þannig að maður er að prófa sig áfram með þetta...


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband